Persónuverndarstefna

Tilgangur stefnunnar er að upplýsa viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær eru meðhöndlaðar. Varðveittar persónuupplýsingar eru einungis notaðar í þeim tilgangi sem þeim var ætlað og samþykki liggur fyrir. Vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög, reglur og uppgefna skilmála.

Ábyrgd:

Á réttri hillu ehf. (Homedecor.is) er ábyrgðaraðili fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustu fyrirtækisins.

Söfnun og meðferð persónuupplýsinga

Á réttri hillu ehf. vinnur eingöngu persónuupplýsingar að því marki sem lög heimila. Aldrei er safnað meiri upplýsingum en upplýst samþykki liggur fyrir og þörf er á vegna starfseminnar.

Miðlun upplýsinga til þriðja aðila:

 

Á réttri hillu ehf. áskilur sér rétt til að afhenda upplýsingar þriðja aðila ef:

  • Fyrirtækinu ber skylda til þess samkvæmt lögum
  • Samþykkt með undirskrift eiganda liggur fyrir
  • Í tengslum við tæknilega þætti til að tryggja þjónustu við viðskiptavini eða góða viðskiptahætti s.s. við kortafyrirtækja vegna vandkvæða þar um. Homedecor.is gerir kröfu á þá aðila að þeir viðhafi fullan trúnað
  • Homedecor.is notar Shopify vefumsjónarkerfið og Shopify hefur sett sér og starfar eftir persónuverndarstefnu sem hjálpar okkur að uppfylla persónuverndarlög

Öryggi persónuupplýsinga

Rekstur Homedecor.is er einfaldur en fyrirtækið gerir sitt besta til að viðhafa viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingum er takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn.

Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til viðkomandi persónu eftir því sem lög mæla fyrir.

Teljir þú að samskipti þín við okkur séu ekki örugg, biðjum við þið um að láta okkur umsvifalaust vita um vandamálið með því að senda póst á netfangið litladadla@gmail.com 

Persónuupplýsingar eru geymdar aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna.

 

Homedecor.is áskilur sér rétt á að breyta persónuverndarstefnunni án fyrirvara.

Samkvæmt samþykktum persónuverndar frá nóv 2021.