Skilmálar

Homedecor.is

Söluferli:

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur og viljum við finna ódýrustu leiðina til að koma vörunni áleiðis til þín.

Pantanir eru teknar saman eftir að greiðsla hefur borist.

Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr. Pantanir eru sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga.  Sé pöntun gerð um helgi eða á frídegi, fer hún í póst næsta virka dag á eftir. Alla jafna tekur ferlið 2-4 virka daga og fer pakkinn á pósthús næst þínu heimili.

Sé valið að sækja sendingu skal það gert eftir samkomulagi við söluaðila.

Í kjölfar kaupa færðu senda kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er komin á samningur á milli þín og Homedecor.is

Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða fulla endurgreiðslu á pöntunum

 

Greiðsluleiðir í boði

Greiðsla fer fram með greiðslukorti: Visa eða MasterCard.

 

Verð
Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

 

Upplýsingar um seljanda:

Homedecor.is, kt. 430322-0280

Geirþrúðarhagi 3d, 600 Akureyri

 

Trúnaður

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar til þriðja aðila.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

 

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Á réttri hillu ehf. á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

 

Þegar þú leggur inn pöntun á Homedecor.is samþykkir þú þessa skilmála.